REIM2KF05

REIM2KF05 – Reiðmennska verklegt IV – Knapinn og þjálfun hrossa

 

Lýsing:

Áhersla lögð á knapann, líkamsbeitingu, jafnvægi, viðhorf og andlega líðan. Áframhaldandi grunnþjálfun hesta á líkamlegum og andlegum forsendum hestsins. Teymingar og framhaldsfimiþjálfun. Samspil hvetjandi og hamlandi ábendinga. Söfnun og töltþjálfun. Farið er ítarlega í mikilvægi jafnvægis, góðs forms og grunnatriða þjálfunar með tilliti til hreyfieðlis hestsins. Nemendur læra að nýta sér búnað og aðstöðu og fjölbreyttar aðferðir til að hámarka góðan árangur við þjálfun hests.

Forkröfur:HEST2GÞ05, REIM2GÞ05, FÓHE1GR03, VINH2FH10

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 

  • þjálfunarhugtökum og skilgreiningum sem liggja þeim að baki.
  • þjálfunarstigum klassískrar reiðmennsku.
  • formi og líkamsbeitingu hestsins.
  • muninn á andlegu jafnvægi og spennu hjá hestum.
  • grunnatriðum þjálfunar með tilliti til hreyfieðlis hestsins.
  • framhalds fimiæfingum og þjálfun þeirra.
  • samspili hvetjandi og hamlandi ábendinga.
  • upphafi söfnunar, stöðvun og hömlun.
  • mismunandi vinnuaðferðum og nálgun við þjálfun hesta.
  • taumsambandi og taumhaldi, helstu forsendum og notkun.
  • öllum helstu ásetum forsendum þeirra og notkun.
  • eðli og tilgang markmiðssetningar og þjálfunaráætlana.
  • töltþjálfun

 

Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 

  • nýta sér búnað og aðstöðu og fjölbreyttar aðferðir til að hámarka góðan árangur við þjálfun hests.
  • grunnþjálfa rétt gangtegundir (utan skeiðs).
  • nota allar ásetur markvisst.
  • grunnþjálfa hest á líkamlegum og andlegum forsendum hestsins, jafnvægi og gott form.
  • nota helstu fimiæfingar (grunnur) til að bæta jafnvægi og liðleika hestsins.
  • setja upp skynsamlegar aðstæður við þjálfun hests og leggja mat á árangur.
  • setja fram einfaldar þjálfunaráætlanir og fylgja þeim.
  • greina þjálfunarstig hesta og setja fram einfaldar þjálfunaráætlanir í samræmi við þarfir hestsins.

 

Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 

hafa mjög gott vald á lóðréttri og stígandi ásetu og gott jafnvægi á baki hestsins.

hafa nákvæmt og næmt taumhald.

geta riðið krossgang til beggja hliða í góðu jafnvægi.

hafa gott vald á baugavinnu og reiðleiðum á vellinum á feti, tölti/brokki og stökki.

geta riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni.

geta látið hestinn stöðva, bíða eftir ábendingu frá knapanum og fara rétt af stað í góðu jafnvægi.

hestur og knapi séu spennulausir, í andlegu og líkamlegu jafnvægi.

geta notað samspil hvetjandi og hamlandi ábendinga.

 

 

Námsmat:

Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ýmsum verkefnum, prófum, jafningjamati og sjálfsmati.

 

Útgáfunúmer:

 

Skólar:

 

Leiðbeiningar:

 

Fyrirmynd: