MYND3ML05

Titill Myndlist
Námsgrein Myndlist
Viðfangsefni Myndbygging með ýmis konar myndefni, aðferðir og stílbrigði
Skammstöfun MYND3ML05
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum vinna nemendur með ýmis konar myndefni og færa það upp í mismunandi stílbrigði.

Myndflöturinn er vettvangurinn og hann sýnir hvernig hin ýmsu mótíf taka breytingum eftir stíl.

Unnið er með myndefni eins og t.d. uppstillingar, landslag, fólk og fantasíur. Þetta er fært í mismunandi stíla eins og t.d. raunsæi, kúbisma, impressionisma og súrrealisma með hjálp listasögunnar og notaðar margvíslegar aðferðir eins og blýantur, vatnslitir, þurrpastellitir, þekjulitir, blek, krít og kol.

Forkröfur MYND2TK05 & MYND2LF05
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
  • hvernig myndefni taka breytingum eftir stílbrigðum.
  • nokkrum mismunandi stílum.
  • þeim möguleikum sem mismunandi aðferðir bjóða upp á.
  • nokkrum listastefnum frá 1870 og í kringum 1900
Leikniviðmið

Nemandi skal höfða öðlast leikni í :

  • að tileinka sér og vinna með sama myndefni út frá ákveðnum stílbrigðum.
  • að greina og vinna með ólíka stíla.
  • að nýta sér nokkrar ólíkar aðferðir og efni til myndsköpunar.
  • greina mismunandi myndbyggingu og sjá hver áhrif hún hefur
  • að færa rök fyrir myndverki sínu og lýsa með orðum þeim áhrifum sem þar má finna.
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera sína eigin mynd út frá stílum og myndefni.
  • beita ýmsum aðferðum við myndsköpun.
  • nota ólík efni við myndsköpun.
  • ná fram mismunandi áhrifum í verki sínu með ýmis konar myndbyggingu og litum
  • færa í  orð og nota haldbær rök þegar myndlist er rædd.
Námsmat Áfanginn er símatsáfangi þar sem hvert viðfangsefni fær sinn ákveðna tíma. Ekkert lokapróf.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd