MYND2EH05

Titill

Efni og hönnun; óhefðbundin efnisnoktun í listum og hönnun

Námsgrein

Myndlist

Viðfangsefni

Listvinnsla og hönnun úr óhefðbundnum efniviði.

Sjónum m.a. beint að möguleikum þess að endurnýta alls kyns efnivið við gerð nytja- og listmuna sem og láta hluti ganga endurnýjun lífdaga með jafnvel nýju hlutverki.

 

Skammstöfun

MYND2EH05

Staða

 

Þrep

2

Einingafjöldi

5

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

 

Lýsing

Í áfanganum munu nemendur kynnast möguleikum á ófheðbundnum efnivið í listsköpun og hönnun.  Það reynir á hugmyndaflug og útsjónarsemi og nauðsyn þess að hugsa út fyrir rammann. Megin uppistaða í verkum nemenda verður hráefni, sem þeir afla sjálfir, hráefni sem annars ætti að henda eða er komin tími á að öðlist nýtt líf og annan tilgang.

 

Forkröfur

 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • að það leynast fjársjóðir víða.
  • að aðeins hugmyndaflug hans sjálfs getur takmarkað möguleikana á því sem úr getur orðið þ.e. mikilvægi þess að hugsa út fyrir rammann
  • að hægt er að búa til og skapa alvöru list- og nytjamuni úr efni sem annars færi jafnvel á haugana.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í :

  • að sjá fyrir sér þá möguleika sem felast í hinu ýmsa dóti í kringum okkur.
  • sjá eitthvað allt annað út úr ákveðnum hlut en hann var framleiddur til í upphafi.
  • að virða efnið sem slíkt.
  • að hleypa hugmyndafluginu frjálst um víðan völl og tamið það til að geta búið til og hannað spennandi verk úr því sem til fellur.

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tileinka sér endurvinnsluhugsun í framtíðinni hvort heldur er á sviði lista eða annarra hluta.
  • sjá möguleikana í þeim efnivið sem til kanna að falla.
  • vinna fullbúin verk, hvort heldur er list- eða nytjamunir, svo gott sem eingöngu úr því hráefni sem til fellur.

Námsmat

Áfanginn er símatsáfangi þar sem hvert viðfangsefni fær sinn ákveðna tíma. Ekkert lokapróf.

Útgáfunúmer

 

Skólar

 

Fyrirmynd