LIME2TÍ05

Titill

Listir og menning: Tíska – ljósmyndir - sjálfsnám

Námsgrein

Listir og menning

Viðfangsefni

Kynning á ýmsum þáttum menningar og lista, tísku- og ljósmyndasögu

Skammstöfun

LIME2TÍ05

Þrep

2

Einingafjöldi

5

Lýsing

Kennslubækur:

  1. Tíska eftir Gertrud Lehnert.  Háskólaútgáfan
  2. The Photography Book Útgefandi: Phaidon

 

Markmið áfangans er að nemandinn geri sér grein fyrir eðli þeirra þátta sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum aldirnar. Áfanganum er skipt upp í þrjár lotur þar sem nemendur kynnast og vinna heildrænt með menningar­samhengið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma s.s. borg eða land t.d. Vínar­borg 1900 eða Gríska menningu og listir til forna; nemendur skoða alla þætti listalífsins, myndlist, handverk, hönnun, tónlist, dans, leiklist, hvern í sam­hengi við annan og við félagslegt og heimspekilegt umhverfi. Tvær lot­ur eru síðan helgaðar námi í sögu ljósmynda og tísku.

     Vinna í áfanganum fer að mestu fram í hópum þar sem hver hópur tekur fyrir ákveðna þætti menningarinnar, leitar heimilda, vinnur úr þeim og kynn­ir að lokum fyrir öðrum nemendum. Áfanginn kallar á kennsluhætti þar sem nemendur eru virkir og sjálfstæðir í þekkingarleit og læra að skipu­leggja vinnu í frjálsu hópastarfi. Nemendur þjálfast í að kynna niðurstöður sínar á fjölbreytilegan hátt og taka þátt í umræðu um verkefni sín og annarra nemenda.

     Menningarferð farin til Reykjavíkur, til dæmis á listasöfn.

 

Forkröfur

LIME1IN05

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á eftirfarandi hugtökum:

  • Menning, menningarsamhengi, hámenning, lágmenning. Myndlist, handverk, hönnun, framleiðsla, byggingarlist, húsagerð.
  • Skraut, fatnaður, dans, leiklist (sviðsetning, búningar, kvikmyndun), tónlist (taktur, hrynjandi, reglufesta). Hefðir, breytingar.
  • Formbygging í ljósmyndum
  • Þróun tískunnar

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Samvinnu
  • Umræðum
  • Flutningi á fræðsluefni
  • Umfjöllun um breytingar á tísku á mismunandi tímabilum
  • Að átta sig á því hvað er listrænt í ljósmyndum

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt sér þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Taka listrænar ljósmyndir
  • Vinna í tískuheiminum
  • Halda áfram námi í listum

 

Námsmat

Símat: Þrjú hlutapróf og tvær ritgerðir sem unnar eru í hópum