LÍFF3DY05

Námsgrein Dýrafræði
Námsgrein Líffræði
Viðfangsefni Íslensk spendýr og fuglar
Skammstöfun LÍFF3DY05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Markmið áfangans er að nemendur kynnist dýraríkinu og dýrafræði með höfuðáherslu á dýr sem lifa á Íslandi þ.e. spendýr, fugla og smádýr.  Farið er yfir grunnatriði flokkunarfræði með tilliti til dýra.  Líkamsgerð og lífsstarfsemi skoðuð svo og þróunarlegur skyldleiki og atferli.  Nánari mörkun viðfangsefnisins, s.s. hvaða dýrategundum eru gerð best skil, er ákveðin af viðkomandi skóla.  Verklegar æfingar eru þáttur í náminu.
Forkröfur LÍFF2LN05
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

sögu dýrafræði og tengslum við aðrar greinar

helstu hugtökum dýrafræðinnar

aðferðafræði dýrafræðirannsókna

sérstöðu fugla og spendýra á Íslandi

jálfbærri nýtingu á stofnum fugla og spendýra

líffræðilegum fjölbreytileika

helstu rökum fyrir verndun fugla og spendýra á Íslandi

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

lesa upplýsingar um fugla og spendýr úr máli og myndum

beita hugtökum dýrafræðinnar í rökrænu samhengi

fjalla um álitamál sem varða íslenska náttúru í víðum skilningi

greina tegundir fugla og spendýra út i í náttúrunni

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

geta tekið ábyrga og rökstudda afstöðu til dægurmála tengda fuglum og spendýrum á Íslandi

tengja undirstöðuþekkingu í dýrafræði við daglegt líf og sjá notagildi hennar

fjalla um dýrafræði á gagnrýninn hátt og velta fyrir sér ólíkum sjónarmiðum og lausnum

afla sér frekari upplýsinga og þekkingar á dýrafræðilegum viðfangsefnum

Námsmat Símat byggt á reglulegu stöðumati og verkefnum
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd