LAND2HL05

Titill

Hagræn landafræði

Námsgrein Landafræði
Viðfangsefni Lýðfræði
Skammstöfun LAND2HL05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að efla sjálfsöryggi, sjálfstæði og vönduð vinnubrögð nemenda. Sérstök áhersla er lögð á úrvinnslu tölulegra gagna í töflureikni, myndræna framsetningu niðurstaðna, túlkun niðurstaðna og að draga ályktanir um mögulega framtíðarþróun.

Nemendur vinna með innlend og erlend töluleg gagnasöfn um lýðfræði. Megináhersla er lögð á vinnu nemenda samkvæmt fyrirmælum við meðhöndlun gagnanna og framsetningu þeirra á margvíslegu myndrænu formi ásamt því að draga egin sjálfstæðu ályktanir af þeim myndum varðandi þá þróun sem átt hefur sér stað í íslensku samfélagi. Nemendur bera jafnframt saman þá mynd sem birtist af íslensku samfélagi og þá sem kalla má fram af erlendum samfélögum af margvíslegum gerðum.

Forkröfur Áfangi á 1. þrepi í félagsfræði eða landafræði.
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • Helstu hugtökum í lýðfræði.
  • Helstu gagnasöfnum, íslenskum og alþjóðlegum. Hvar og hvernig unnt er að kalla fram tölulegar upplýsingar um íslenskt samfélg og erlend samfélög.
  • Hvernig hægt er að vinna með tölulegar upplýsingar í töflureikni til að ná fram tölum og talnapörum sem hægt er að túlka bæði hvað varðar punktstöðu og þróun á tilteknu tímaskeiði.
  • Helstu myndrænu formum sem unnt er að beita við framsetningu gagna og hvernig er best að velja saman gerð grunngagna og gerð byrtingarforms þannig að auðvelt sé að draga ályktanir af framsettum gögnum.
  • Hvernig hefðbundin skýrsla um tiltekið efni er sett upp, hvernig hún er unnin og hvernig gengið er frá henni svo hún sé auðveld aflestrar og niðurstöður ljósar.
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Nýta sér gagnagrunna til að velja sér gögn sem hæfa því verkefni se hann hyggst leysa eða þeirri rannsókn sem hann hyggst gera.
  • Markvissri notkun töflureikna við meðhöndlun talnagagna.
  • Að vinna niðurstöður töflureikna á grafískan hátt sem hæfa gagnasafninu.
  • Að lesa þróun út úr myndrænni framsetningu tölugagna.
  • Að skila frá sér rannsókn sem skipulagðri skýrslu á skýru og auðlæsu formi.
  • Að draga ályktanir og setja fram egin niðurstöður á skipulegan hátt.
  • Að gæta að réttri meðferð talna við vinnslu og að réttri meðferð heimilda.
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Leita tölulegra gagna til að vinna eigin rannsókn.
  • Meðhöndla talnasöfn og tengja söfn saman svo þau geti gefið svör við þeim rannsóknarspurningum sem settar hafa verið fram.
  • Velja rétta myndgerð og myndútfærslu sem hentar til að sýna niðurstöður reikninga á skýrann og hlutlægan hátt.
  • Vinna í samvinnu við meðnemendur að gagnaleit og vinnslu og á úrvinnslustigi þó svo lokaskýrsla sé einstaklingsbundin.
  • Geta rökrætt mögulegar túlkanir niðurstaðna.
  • Geta lýst vinnuferli, sett fram myndrænt yfirlit og fært rök fyrir niðurstöðum og ályktunum á þann hátt að lesandi með góðan almennan skilning á efninu en án þess að hafa sérstaka innsýn í viðkomandi gagnagrunna geti á sett sig inn í efnið og dregið eigin ályktanir.
Námsmat

Mat á verkefnum (skýrslum) nemenda. Mat á hverri skýrslu felst í leiðbeinandi umsögn og tölulegri einkunn. Hver nemandi skilar 13 skýrslum alls. Skýrslulengd 4 – 5 bls. hver.

Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd