KVIK2ÞT05

Titill Þögla tímabilið
Námsgrein Kvikmyndasaga
Viðfangsefni Kvikmyndasagan áður en hljóðmyndir komu fram: 1920-1930
Skammstöfun KVIK2ÞT05
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Lýsing

Kaflar 5-8 í Kvikmyndasögu Roberts Sklar lesnir. Sýnd brot úr kvikmyndum frá tímabilinu og þrjár kvikmyndir skoðaðar í heilu lagi til dæmis:

     The Roaring Twenties (1939). Gullæðið, Sherlock, Jr., Sunrise, Safety Last, The Phantom of the Opera, Flesh and the Devil, Nanook of the North, The Last Laugh, Nosferatu, The Phantom Chariot, Greed, Metropolis, Beitiskipið Potemkin, Pandora´s Box, The Lodger, The Man With the Movie Camera, Napoléon, The Passion of Joan of Arc, An Andalusian Dog, The Earth, The Blue Angel, Blackmail, M.

 

Forkröfur KVIK1KH05 eða KVIK1HS05
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á eftirfarandi sem er:

  • Kvikmyndaverin í Hollywood
  • Konur sem leikstjórar og handritshöfundar í Hollywood
  • Heimildarmyndir – leiknar myndir
  • Weimar kvikmyndir og hvers vegna ekki hefst nýtt tímabil í kvikmynda­sögu Þýskalands þegar hljóðkvikmyndir koma fram
  • Bókin From Caligari to Hitler (1947), innihald hennar og mikilvægi
  • Þýskir leikstjórar: Fritz Lang, F.W. Murnau og G.W. Pabst
  • Frönsk kvikmyndagerð og hugtök þaðan: Photogénie og cinégraphie
  • Súrrealismi í kvikmyndum: René Clair
  • Skandinavísk kvikmyndagerð: Victor Sjöström: Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson
  • The Phantom Chariot. Gösta Berlings saga
  • Refsing kvenna: Carl Theodore Dreyer – Jóhanna af Örk
  • Luis Buñuel: An Andalusian Dog
  • Sovéskar kvikmyndir; áróðurslestir, Kuleshov áhrifin (klippingar)
  • Byltingin í Rússlandi og áhrif hennar á Eisenstein
  • Kenningin á bak við montage (klippingu)
  • Klipptæknin í hinu fræga tröppuatriði í Beitiskipinu Potemkin
  • Hvað olli því að rússnesku meistararnir komu fram
  • Rússnesku meistararnir: Eisenstein, Vertov, Pudovkin, Dovzhenko
  • Dziga Vertov og heimildarmyndin: The Man with the Movie Camera
  • Myndhverfingar í The Man with the Movie Camera, til dæmis líking kvikmyndalinsu við mannsauga
  • Hvernig horft er á kvikmynd og hvað hefur áhrif á áhorfið
  • Vsevelod Pudovkin og byltingaráróðurinn í mynd hans Móðirin
  • Alexander Dovzhenko: hæging á hreyfingum og töfraraunsæi í The Earth
  • Futurismi: Vladimir Mayakovski og uppbyggingarstefna (konstruktivismi)
  • Hvernig hljóð er fest á filmu
  • Hvernig hljóðið í kvikmyndum olli bakrás í kvikmyndatækni
  • Kvikmyndasýningar á breiðtjaldi og hlutföll í myndum (aspect)
  • Þróun litatilrauna í kvikmyndum (tvílitur – þrílitur)
  • Hvað er dreiflinsa (anamorphic lens) og hvernig hún virkar (þjöppun – dreifing)
  • Breiðtjaldið í meðförum Abel Gance í Napoléon
  • Mismunandi ljósnæmi í filmum (panchromatic negative film)
  • Mismunandi skerpunæmni í filmum (rack focus)
  • Hljóð í kvikmyndum: The Jazz Singer
  • Alfred Hitchcock: Huglæg hljóð - Blackmail
  • Kvikmyndir á tveimur tungumálum: Blái engillinn
  • Leiktækni í kvikmyndum: Peter Lorre í M.
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Að tjá sig um samband þjóðfélagsaðstæðna og kvikmyndaframleiðslu hvað varðar innihald og form kvikmynda
  • Greina hvernig listljósmyndun er hluti af listrænum miðlum sem kvikmyndatökumenn nota
  • Greina hvernig mismunandi lýsing í kvikmyndatöku er stór þáttur í listrænum árangri í kvikmyndatöku
  • Njóta svart-hvítra kvikmynda og greina birtubrigði (chiaroscuro)
  • Átta sig á áhrifum kenninga í myndlist á kvikmyndalist
  • Tengsl hugmyndafræði og lista
  • Greina sósalískt raunsæi í kvikmyndum
  • Greina mismunandi leiktækni í kvikmyndum (Stanislavski)
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt sér þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Útbúa sín eigin kvikmyndahandrit og tengja þar inn samband forms og innihalds við ástandið þjóðfélagsins í samtímanum
  • Beita lýsingu á faglegan hátt við kvikmyndagerð
Námsmat

Símat: Tvö próf og ritgerð sem fjallar um áhrif þjóðfélagsástands á kvikmynda­handrit með tilliti til gullaldarinnar í kvikmyndagerð í Sovétríkjunum