KVIK2SK05

Titill Sígildar kvikmyndir
Námsgrein Kvikmyndasaga
Viðfangsefni Kvikmyndasagan 1931-1945
Skammstöfun KVIK2SK05
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Lýsing

Kaflar 9-12 í Kvikmyndasögu Roberts Sklar lesnir (þriðji hluti). Sýnd brot úr kvikmyndum frá tímabilinu og fjórar kvikmyndir skoðaðar í heilu lagi:

     Frankenstein, Dracula, Scarface, Duck Soup, Gone With the Wind, The Wizard of Oz, Mjallhvít og dvergarnir sjö, FantasiaModern Times, The Grapes of Wrath, Camille, Citizen Kane, Alexander Nevsky, The Private Life of Henry VIII (Óskarsverðlaun: Charles Laughton), The Man Who Knew Too Much, The 39 Steps, Zero for Conduct, Grand Illusion, Rules of the Game, Man of Aran, Sigur viljans, Olympia, Casablanca, The Great Dictator, Lifeboat, Ívan grimmi, Ossessione, Paradísarbörnin, Ivan the Terrible,

 

Forkröfur KVIK1KH05 eða KVIK1HS05
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast skilning og þekkingu á eftirfarandi:

  • Hollywood sem draumavél í framleiðslu á sígildum myndum
  • Upplausn einokunar á mismunandi miðlum: stúdíó, kvikmyndahús, dreifing mynda
  • Þróun kvikmyndategunda: glæpamyndir (Scarface), hryllingsmyndir (Dracula), söngleikir (Busby Berkeley: Footlight Parade), gamanmyndir (Duck Soup) og kvennamyndin (Dorothy Arzner)
  • Auglýsingar á kvikmyndum og auglýsingabrögð
  • Mise-en-scéne: sviðssetning – samanborin við eftirvinnslu
  • Litmyndir: Technicolor
  • Frank Capra (félagsveruleiki) og John Ford (Grapes of Wrath og vestrar)
  • Leikarar: Charles Chaplin (Modern Times) og Greta Garbo (Camille)
  • Kraftaverkaárið í Hollywood: 1939; Gone With the Wind og The Wizard of Oz
  • Walt Disney og teiknimyndin: Mjallhvít og dvergarnir sjö og Fantasia
  • Orson Welles og Citizen Kane (besta mynd í heimi?). Sjá einnig: RKO 281 (1999) leikna mynd sem fjallar um baráttuna í kringum Citiezen Kane
  • Orson Welles sem leikari og leikstjóri
  • Ríkisrekin framleiðsla á kvikmyndum: Ítalía, Þýskaland (Douglas Sirk), Sovétríkin
  • Eisenstein (Alexandr Nevskii) og klippingar í tónlist: Sergei Prokofiev
  • Japan: Dimma og skuggar – Kenji Mizoguchi; Yasujiro Ozu – daglegt líf kvikmyndað og kvikmyndavél í lágstöðu
  • Alexander Korda: The Private Life of Henry VIII
  • Alfred Hitchcock: The Man Who Knew Too Much og The 39 Steps
  • Frakkland: Ljóðrænt raunsæi. Jean Vigo: Zéro de conduite og L´Atlante;
  • Djúpfókus – Jean Renoir: La Grande Illusion og La Régle de jeu
  • Heimildarmyndir og áróður
  • Handritshöfundur: Carl Mayer – Berlin: Symphony of a Great City
  • Breskar heimildamyndir: John Grierson; Flaherty: Man of Aran
  • Heimildarmyndir um heimildarmyndir: How the Myth Was Made
  • Pólitískar heimildarmyndir
  • Áróðursmyndir nazista: Sigur viljans, Olympia
  • B-myndir: aukamyndir eða gæðamyndir?
  • Kvikmyndir frá heimstyrjöldinni síðari: Casablanca, The Great Dictator
  • Sovétríkin: Ívan grimmi
  • Nazismi – fasismi. Ritskoðun fasista: Ossessione
  • Frakkland: Paradísarbörnin
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Að tjá sig um mismunandi tegundir heimildarmynda
  • Skilja hvað listrænar kvikmyndir ganga útá og njóta þeirra
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt sér þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Gera heimildarmyndir af ýmsum tegundum
  • Gera listræn kvikmyndahandrit sem reyna á áhorfandann
Námsmat Símat: Tvö próf og ritgerð sem fjallar um samanburð á tveimur kvikmyndum frá tímabilinu 1931-1945