JARÐ3VE05

Titill

Veður- og haffræði

Námsgrein Jarðfræði
Viðfangsefni Veður, veðurfar, loftslags-, jarðvegs- og gróðurbelti, hafið
Skammstöfun JARÐ3VE05
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Veður og veðurfar: Geislun, hitafar, raki, úrkoma, loftþrýstingur, vindar, veðurspár og veðurfar á Íslandi.

- Haffræði: Hafsvæði og hafstraumar, hafsbotninn, hreyfingar sjávar og áhrif sjávar á veður og lífsskilyrði.


- Jarðvegur og gróðurfar: Yfirlit yfir gróður- og jarðvegsbelti jarðar. Sérkenni íslensks jarðvegs og gróðurfarsbreytingar. Áhrif gróðurs á veður og veðurfar.

Forkröfur JARÐ2AJ05
Þekkingarviðmið -Þekki lofthjúp Jarðarinnar, lagskiptingu hans og efnasamsetningu.

- Þekki meginflokka loftslags og veðurfarsleg og gróðurfarsleg einkenni þeirra hvers um sig.

- Þekki helstu þætti lofthjúps og myndunar veðurs.

- Þekki helstu sjávarstrauma heims og samband þeirra og staðvinda og veðurfars.
- Þekki helstu flokka skýja og helstu gerðir skýja innan hvers flokks.
- Þekki helstu hringrásir í hafinu og eðliseinkenni þeirra.

Leikniviðmið - Geti skýrt hvaða kraftar stýra hreyfingum lofts og og áhrif þeirra á vindhraða og vindstefnu.

- Geti fjallað um ástand sjávar og mikilvægi þess fyrir efnaskipti og blöndun.

- Geri sér grein fyrir tengslum loftslags og einkennisgróðurs svæðis.
- Geti notað margvíslegar heimildir og gögn við upplýsingaöflun.

- Geti spáð fyrir um veðrabreytingar út frá veðurgögnum og eigin athugunum.

- Geti notað veðurfarsleg gögn við flokkun loftslags.
Hæfniviðmið

- Kunni meðferð tölulegra upplýsinga í töflureikni og að setja þær upplýsingar fram á mynd-rænan hátt

- Geti unnið sjálfstætt og með öðrum 
- Þjálfist í að nota reynslu sína og þekkingu þverfaglega og beita margskonar vinnuaðferðum.

- Læri að bera ábrgð á eigin námi.
- Geri sér grein fyrir hvernig veður og loftslag hefur áhrif á umhverfi.


Námsmat Símat byggt á reglulegu stöðumati og verkefnum
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd