ÍÞRÓ3JF02

Titill

Jökla- og fjallgöngur

Námsgrein Íþróttir og líkamsrækt
Viðfangsefni Jökla- og fjallgöngur
Skammstöfun ÍÞRÓ3JF02
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 2
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Áfanginn er í boði bæði haust og vor og er meginviðfangsefnið ein krefjandi fjallganga. Að auki þurfa nemendur að mæta á undirbúningsfund og í æfingagöngu á Ingólfsfjall. Gönguleiðirnar eru langar og krefjandi og því þurfa nemendur sem velja þennan áfanga að búa yfir úthaldi og þolinmæði. Farið verður um helgi og því hentar áfanginn ekki þeim sem eru uppteknir um helgar.

Á haustönn er farið í tveggja daga göngu með einni gistinótt í skála.   Líklegt er að gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls með gistingu í Básum verði oft fyrir valinu.   Nemendur borga sjálfir kostnað við gistingu, fæði og hluta af rútu.

Á vorönn er farið í jöklagöngu á suður- eða suðausturlandi. Farið verður með rútu snemma morguns, gengið á jökul í 10-12 klst. og eftir gönguna er haldið heim. Líklegt er að Eyjafjallajökull verði oft fyrir valinu. Nemendur þurfa að leigja jöklabúnað og borga hluta af rútukostnaði.   Hugsanlega verður borðað saman í lok göngu og þá bætist sá matarkostnaður við.

Forkröfur ÍÞRÓ1ÞH03 og ÍÞRÓ2ÞL03
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvernig skipuleggja eigi lengri gönguferðir m.t.t. ferðaáætlunar, gönguleiðar og þátttakenda
  • hvaða útbúnaðar er þörf í lengri gönguferðum og mikilvægi þess að hafa réttan útbúnað
  • að aðstæður geta breyst án mikils fyrirvara t.d. veður og þarf að hafa það í huga þegar ferð er skipulögð
  • mikilvægi þess að geta unnið í hóp og farið eftir þörfum hópsins
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
  • að vera þátttakandi í krefjandi gönguferð sem reynir á úthald, styrk og andlegt þol
  • samvinnu sem stuðlar að tillitsemi og hvatningu
Hæfniviðmið Að þessum áfanga loknum skal nemandi geta nýtt sér þekkingu sína og leikni til að:
  • nýta náttúruna til líkamsræktar
  • hafa kunnáttu til að útbúa sig rétt fyrir krefjandi aðstæður
Námsmat Námsmat byggist á verkefni sem nemendur skila og einnig er frammistaða í gönguferðum metin.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd