ÍÞRÓ2JÓ02

Titill

Jóga 1

Námsgrein Íþróttir og líkamsrækt
Viðfangsefni Jóga – grunnáfangi
Skammstöfun ÍÞRÓ2JÓ02
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 2
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Áfanginn er verklegur. Nemendur læra jógastöður, slökunaraðferðir, hugleiðslutækni og öndunaræfingar og jafnframt læra þeir um hvaða áhrif jóga hefur á heilsu manna. Einnig er kynnt sú heimspeki sem jóga byggir á, þær lífsreglur (yama og niyama) sem jóga felur í sér.
Forkröfur ÍÞRÓ1ÞH03 og ÍÞRÓ2ÞL03
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hversu mikilvæg góð heilsa er fyrir vellíðan
  • hvað reglubundin hreyfing er góð forvörn fyrir ýmsa andlega og líkamlega sjúkdóma
  • mismunandi jógastöðum
  • mismunandi öndunaræfingum
  • þeim lífsreglum sem jóga byggir á
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • auka úthald sitt, styrk og liðleika með fjölbreyttum jógastöðum
  • beita mismunandi slökunaraðferðum
  • beita mismunandi öndunaræfingum
  • sýna aukna einbeitingu
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • styrkja og liðka líkamann
  • viðhalda og/eða bæta líkamlega og andlega heilsu
  • lifa samkvæmt einhverjum af lífsreglum jóga
Námsmat Námsmat byggist á fjölbreyttum verkefnum sem metin eru jafnt og þétt yfir önnina þar sem nemendur þurfa að meta eigin skilning, upplifun og framþróun. Engin skrifleg lokapróf eru haldin.
Útgáfunúmer 1
Skólar  
Fyrirmynd