ÍÞGR3ÚT03

Titill

Útivist

Námsgrein Íþróttir
Viðfangsefni Útivist
Skammstöfun ÍÞGR3ÚT03
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 3
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Í þessum áfanga er viðfangsefnið útivist og ferðamennska. Það er ítarlega farið yfir hvaða útbúnað þarf í lengri og styttri ferðir og að hverju þarf að huga þegar ferð er skipulögð. Farið er í hvernig við notum áttavita, rötun eftir korti og nýtum okkur GPS. Fjallað er um mikilvægi þess að ganga vel um náttúruna. Nemendur skipuleggja tveggja daga gönguferð og einnig verður farið í nokkrar styttri ferðir þar sem markmiðið er að kynnast ólíkum möguleikum til útivistar. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur og fer verklega kennslan að miklu leiti fram fyrir utan stundatöflu.
Forkröfur ÍÞFR2ÞJ03
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu á:
  • Klæðnaði og útbúnaði sem hentar til útivistar í íslensku veðri.
  • Hvað þarf að hafa í huga við skipulagningu gönguferða.
  • Öryggisatriðum í sambandi við gönguferðir og útivist.
  • Mismunandi möguleikum til útivistar.
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni til að:
  • Glíma við útiveru í mismunandi veðuraðstæðum.
  • Útbúa sig fyrir útiveru að ýmsu tagi.
  • Skipuleggja gönguferð í hóp.
  • Vinna saman í hópi, vera hvetjandi og sýna tillitsemi með öðrum göngufélögum.
Hæfniviðmið Að þessum áfanga loknum á nemandi að geta:
  • Notað gönguferðir og útivist sér til ánægju og heilsubótar.
  • Undirbúið gönguferðir á fjöll og um óbyggðir
  • Leiðbeint fólki varðandi útbúnað sem hentar til útivistar
Námsmat  
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd