ÍÞFR2SA03

Titill

Íþróttasaga

Námsgrein Íþróttafræði
Viðfangsefni Íþróttasaga
Skammstöfun ÍÞFR2SA03
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 3
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Í áfanganum er farið yfir helstu atriði í íslenskri íþróttasögu frá landnámi til okkar tíma. Komið er inn á helstu þætti í erlendri íþróttasögu s.s. Ólympíuleika til forna og nútíma Ólympíuleika. Komið er inn á áhrif fjölmiðla á þróun íþrótta, kynjamun og íþróttaiðkun, ásamt tengingu fjármagns og auglýsinga við íþróttir. Fjallað er um stefnur í íþróttum, s.s. afreksmannastefnu íþróttahreyfingarinnar og afreksmannasjóð. Vikið er að skipulagningu íþróttahreyfingarinnar og uppbyggingu hérlendis og hvernig við tengjumst heimssamtökunum.
Forkröfur Engar
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu á:
  • sögu íþrótta í heiminum til forna, allt frá grikkjum
  • sögu íþrótta á Íslandi fyrr og nú
  • helstu atriðum í sögu Ólympíuleika
  • skipulagi og uppbyggingu UMFÍ og ÍSÍ
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni til að:
  • skilja samfélagslegt gildi íþrótta fyrr og nú
  • skilja gildi íþrótta sem söluvöru
  • meta áhrifamátt og tengsl fjölmiðla og fjármagns við íþróttir
Hæfniviðmið Að þessum áfanga loknum á nemandi að geta
  • tekið þátt í umræðum um íþróttir í samfélaginu í víðum skilningi
Námsmat  
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd