ÍSLE3HE05

Titill

Heimildaritun

Námsgrein Íslenska
Viðfangsefni Heimildavinna
Skammstöfun ÍSLE3HE05
Staða Skylduáfangi til stúdentsprófs
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur þjálfist í vinnubrögðum sem tengjast heimildavinnu.

Ritun: Vinna fjölbreytt og krefjandi ritunarverkefni.

Lestur: Lesa margs konar greinar og bækur sem nýtast við heimildavinnuna ásamt ýmsum sýnidæmum.

Málnotkun: Tileinka sér málfar sem hæfir efninu.

Framsögn: Taka þátt í umræðum í tímum, kynna og verja lokaverkefni.

Forkröfur 10 einingar á 2. þrepi.
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu hugtökum sem tengjast heimildavinnu, s.s. beinni og óbeinni tilvitnun, tilvísun og heimildaskrá
  • muninum á talmáli og ritmáli
  • hvaða málsnið hæfir mismunandi efni og aðstæðum
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita gagnrýninni hugsun við úrvinnslu heimilda
  • velja stílbrögð sem hæfa efninu
  • velja og nýta á gagnrýninn hátt þær upplýsingar sem skipta máli í heimildaritun
  • vega og meta áreiðanleika heimilda
  • flytja af öryggi og sannfæringarkrafti eigið efni
  • meta mismunandi sjónarmið og taka sjálfstæða, rökstudda afstöðu
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrifa skýran, vel upp byggðan og grípandi texta
  • velja viðeigandi ritstíl eftir viðtakendum og aðstæðum
  • tjá rökstudda afstöðu, útskýra sjónarmið og taka virkan þátt í málefnalegum umræðum
  • draga saman aðalatriði úr heimildum þannig að rétt sé með farið í hvívetna
  • beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
  • forðast ritstuld
Námsmat Verkefni nemenda verða metin, svo sem framsögn, ritstjórnarvinna og ritun. Stutt próf úr hugtökum. Jafningjamat á nokkrum verkefnum.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd