HUGI2GF01

HAFÐU ÁHRIF

Á STÖÐU UMHVERFISMÁLA Í SKÓLANUM

OG FÁÐU EININGAR FYRIR!

Áfanginn er sérstaklega hugsaður til þess að gera FSu að svokölluðum Grænfána skóla með þátttöku í verkefninu Skólar á grænni grein. Áhersla er lögð á að nemendur sýni frumkvæði og þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum. Nemendur meta stöðu umhverfismála í skólanum, setja fram hugmyndir um viðfangsefni er þarfnast úrbóta og hefja og ljúka ferla til að framfylgja þeim áætlunum skv. skilgreiningu Skóla á grænni grein. Áfanginn spannar tvær annir, kenndur einu sinni í viku og hlýst 1 eining fyrir hvora önn. Lokamarkmið áfangans er að nemendur hans flaggi stoltir Grænfána fyrir FSu.

Vertu væn(n), vertu græn(n) en ekki vera sama!