HUGI2BÚ03

Titill Blaðaútgáfa
Námsgrein Hugarfar
Viðfangsefni Blaðaútgáfa
Skammstöfun HUGI2BÚ03
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 3
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla HUGI2BÚ03
Lýsing

Í áfanganum læra nemendur að gefa út efni á blaði og vef. Lögð er áhersla á blaðaútgáfu af ýmsu tagi og þá horft til skólablaðs, bæklinga, auglýsinga, veggspjalda og fleira sem til fellur og gagnast nemendum skólans. Unnið verður í samstarfi við nemendafélag skólans. Nemendur kynnast einnig fjölmiðlum og hvernig þeir vinna auk þess sem gagnrýnin hugsun nemenda er efld. 

Forkröfur Engar.
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • Fjölmiðlum samfélagsins og hvað mótar þá.
  • Áhrif fjölmiðla á viðhorf og hegðun einstaklinga.
  • Hvernig fréttir berast til fjölmiðla og hvernig starfsfólk á fjölmiðlum vinnur úr þeim upplýsingum sem berast.
  • Mikilvægum lögum og reglum um starfsemi fjölmiðla.

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Geta grein á milli hlutlægs og huglægs fréttaflutnings.
  • Skoða efni úr fjölmiðlum á gagnrýninn hátt.
  • Setja fram efni með tilliti til ólíkra markhópa.
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Leggja sjálfur gagnrýnið mat á það efni sem birtist í fjölmiðlum.
  • Meða siðferðisleg álitamál.
  • Afla sér heimilda eftir fjölbreyttum leiðum.
Námsmat Áfanginn er símatsáfangi. Lögð er mikil áhersla á mætingu og þátttöku í tímum.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd