HÖNN3HT05

Titill Hönnun og textíll

Námsgrein Textílhönnun

Viðfangsefni Prjón, hekl, ull og blönduð tækni

Skammstöfun

HÖNN3HT05

Þrep

3

Einingafjöldi 5

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

Lýsing

Hannað út frá ákveðnum vefjarefnum, náttúrulegum eða gerviefnum, ofnum eða prjónuðum. Lögð verður áhersla á að nemendur kynnist prjóni, hekli, ullarvinnslu og tengingu þess við aðra tækni. Gerðar verða prufur. Síðan valin tvö atriði til að vinna með samhliða í einu lokaverefni, t.d. nytjahlutur fyrir heimili, gjöf eða minjagripur.

Forkröfur

Engar

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Hugmyndavinnu
  • Undirbúningi verkefna á sviði prjónaaðferða, hekls og ullarvinnslu
  • Notkun verklýsinga
  • Einfaldri sníðagerð
  • Þekkja mun á prjóni, hekli og þófi

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Skrá hugmyndir
  • Vinna eftir verklýsingu
  • Ská verklýsingu
  • Geta lesið úr einföldum prjóna- og hekluppskriftum og mótað sína eigin vinnulýsingu út frá þeim
  • Skilja samband milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og niðurstöðu
  • Skilja einfalda sniðagerð
  • Skilja notagildi prjónaðra og þæfðra nytjahluta

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Vinna verkefni frá hugmynd að tilbúnu verki
  • Hafa þekkingu á prjóni, hekli, ullarvinnslu og samsetningu mismunandi tækni, t.d. saumuð taska úr ofnu efni, lögð saman með hekluðum kanti

Námsmat

Matið byggir á reglulegum skilum á vinumöppu með öllum verkefnum áfangans. Nýting tímans, í skóla og sem heimaverkefni er metin í dagbók hópsins, ásamt vinnuframlagi í sameiginlegri sýningu hópsins seinni part annar.

Leiðbeiningar