HÖNN3HA05

ÁFANGALÝSING

Titill: Hönnun og aðferðir

Námsgrein: Textílhönnun

Viðfangsefni: Tauþrykk, búta- og útsaumur

Skammstöfun

HÖNN3HA05

Staða

Samþykkt af skóla

Þrep

3

Einingafjöldi 5

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

Lýsing

Hannað út frá handverksgreininunum þrem tauþrykki, útsaumi og bútasaumi. Nemandi tekur afstöðu til persónulegs hönnunarferlis, annað hvort hönnun út frá eigin líkama eða almennri híbýlahönnun. Kynntar verða helstu aðferðir í ofangreindu handverki og nemendur gera a.m.k. eina tilraun með þrykk, handsaum og bútasaum í einni prufu. Í framhaldi af því fer hver og einn sína eigin leið að tilbúinni vöru, ásamt vinnulýsingu og hugmynd að markaðssetningu á henni.

Forkröfur

Engar

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Hugmyndavinnu, þ.e. ferlinu frá gagnasöfnun að tilbúinni, nothæfri afurð
  • Undirbúningi verkefna á sviði tauþrykks, útsaums og bútasaums
  • Því að semja og nota verklýsingar
  • Að þekkja mismunandi aðferðir við tauþrykk, útsaum og bútasaum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Skrá hugmyndir
  • Vinna með og eftir verklýsingu
  • Skilja samband milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og niðurstöðu

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Vinna verkefni frá hugmynd að tilbúnu verki
  • Fullvinna nytjahlut eða flík frá hugmynd að fullunnu verki
  • Skila af sér skilmerkilegri hugmyndavinnu og vinnulýsingu svo hægt sé að fara eftir henni síðar
  • Vinna hönnun sína út frá heild og/eða sögu, t.d. að hanna út frá ákveðnu þema
  • Skila sér fullunnu verki, ásamt vinnumöppu þar sem myndrænum verkefnum annarinnar eru gerð skil
  • Viðhafa vönduð vinnubrögð í öllu vinnuferlinu

Námsmat

Matið byggir á reglulegum skilum á vinumöppu með öllum verkefnum áfangans. Nýting tímans, í skóla og sem heimaverkefni er metin í dagbók hópsins, ásamt vinnuframlagi í sameiginlegri sýningu hópsins seinni part annar. Einskonar leiðsagnarmat viðhaft með samvinnu hvers hóps og kennara hans

Leiðbeiningar