HÖNN2HA05

Titill:   Hönnun og aðferðir

Námsgrein Textílhönnun

Viðfangsefni  Tauþrykk, búta- og útsaumur

Skammstöfun HÖNN2HA05

Staða

Samþykkt af skóla

Þrep

2

Einingafjöldi 5

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

Lýsing   Kynntar verða grunnaðferðir í tauþrykki, búta- og útsaum. Áfanginn byggir á hugmyndavinnu, gagnasöfnun, tilraunum og að síðustu vali á einni aðferð, sem grundvöll fyrir lokaverkefni, nytjahlut eða flík.

Allir nemendur prófi a.m.k. eina aðferð í bútasaumi, eina í útsaumi í höndum eða vél og eina aðferð í tauþrykki. Lokaverkefni skal verða fullunnið, ásamt vinnulýsingu og tilheyrandi vinnubók með hugmyndaspjaldi, tilraunum á pappír og í textíl.

Forkröfur

Engar

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Gagnasöfnun í formi þankahríðar og gerð hugmyndaspjalds út frá almennri tækni í tauþrykki, búta- og útsaum
  • Hvernig afla má upplýsinga um hin þrjú mismunandi handverkssvið
  • Þekkja eðlismun tauþrykks, bútasaums og útsaums
  • Mikilvægi textílefna í tauþrykki, búta- og útsaumi
  • Orðaforða aðferðanna þriggja, í víðustu merkingu þeirra
  • Geta unnið með skýringarmyndir og vinnulýsingar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Móta tillögu að nytjahlut sem felur í sér tvennt af þrennu mismunandi handverki sem tekið er fyrir í áfanganum
  • Teikna snið af nytjahlut eftir eigin hugmyndum
  • Sníða prufu af einföldum nytjahlut
  • Gera tilraunir með mismunandi frágang á nytjahlutnum
  • Nota orðaforða greinarinnar við notkun vinnulýsinga
  • Setja hönnun sína fram, í tengslum við notagildi, t.d. með hugkorti, myndum. vinnulýsingu og uppstillingu á sýningarbás

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Fullvinna nytjahlut frá hugmynd að fullunnu verki
  • Skila af sér skilmerkilegri hugmyndavinnu og vinnulýsingu svo hægt sé að fara eftir henni
  • Vinna hönnun sína út frá heild og/eða sögu 
  • Skila frá sér fullunnu verki með vinnuteikningum og vönduðum vinnubrögðum 

Námsmat

Verkefni nemenda metin t.d snið, útfærsla á hugmynd, mæting og virkni, saumur

Útgáfunúmer

Leiðbeiningar