HÖNN1SX05

ÁFANGALÝSING

Titill:  Handverk og hönnun á Starfsbraut

Námsgrein: Handverk og hönnun

Viðfangsefni: Grunnur

Skammstöfun: HÖNN1SX05

Staða

Samþykkt af skóla

Þrep: 1

Einingafjöldi: 5

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

Lýsing:

Áhersla er lögð á þjálfun í mismunandi vinnubrögðum í tengslum við handmennt s.s. notkun saumavélar, útsaum, prjónaskap o.frv. Er þjálfunin tengd við aukna færni í fínhreyfingum og samhæfingu. Nemendur fá tækifæri til að auka færni sína á afmörkuðum sviðum innan greinarinnar sem getur nýst í daglegu lífi, tómstundum eða á vinnustað. Áhersla er lögð á að að efla sjálfsöryggi, hugmyndflug, sköpunar- og vinnugleði nemandans. Viðfangsefnin eru miðuð við getu og þroska hvers nemanda.

Forkröfur:

Engar

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  •  hagnýtum vinnubrögðum sem nýtast honum í leik og starfi.
  • einföldum prjónaaðferðum, útsaumi, notkun saumavélar o.fl.
  • vinnu með skissur og klippimyndir, frjálst og eftir fyrirmyndum.
  • vandvirkni við frágang.
  • mikilvægi þess að geta haft ofan af fyrir sjálfum sér.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  •  hagnýtum vinnubrögðum tengdum ýmsu handverki.
  • fara eftir uppskriftum við mismunandi handaverk.
  • fara eftir einföldu sniði til fatagerðar.
  • ganga frá verkefnum (lokafrágangur).
  • stytta sér stundir við ýmiss konar handverk.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • hafa ofan af fyrir sér með mismunandi handverk, sem metið er með leiðsagnarmati.
  • vinna sjálfstætt ýmist handverk við hæfi, sem metið er með virkni í kennslustundum
  • velja verkefni við sitt hæfi, sem metið er með virkni í kennslustundum og leiðsagnarmati.
  • ganga snyrtilega frá verkefnum, fela enda o.frv., sem metið er með verklegum æfingum.

Námsmat

Leiðsagnarmat, virkni í kennslustundum, umsögn og einkunn í lok áfanga.

Leiðbeiningar