HAND3AB05

Titill Handboltaakademía
Námsgrein Handbolti
Viðfangsefni Tækni og styrkur
Skammstöfun HAND3AB05
Þrep 3 (AB)
Einingafjöldi 5
Lýsing Afreksíþróttaáfangi þar sem viðkomandi nemendur takast á við sérhæfðari atriði í handbolta og styrktarþjálfun
Forkröfur HAND1AA05, HAND1AB05, HAND2AA05, HAND3AA05 og HAND3AA05. Einnig verða gerðar ríkar kröfur um stundvísi á æfingar, vinnusemi, aga og heilbrigðan lífsstíl. Nemandinn veit að neysla áfengis, tóbaks, vímuefna eða annarra ólöglegra lyfja er ekki umborin. Brot á þessum reglum varðar brottvísun úr handboltaakademíunni.
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast kunnáttu á og geta framkvæmt:
  • Flókin atriði í íþróttinni, skilji leikskipulag og uppsetningu æfinga og leikja í  handbolta
  • Sjái um sig sjálfur í almennri og sérhæfðri í styrktarþjálfun til þess að standast kröfur íþróttarinnar
  • Skilji og noti markmiðasetningu á sviði allra þátta í íþróttarinnar
  • Skilji hvað það er er að vera hluti af liðsheild sem deilir sameiginlegu markmiði
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni til að:
  • Æfa handbolta með liði í keppni fullorðinna sem stefna á árangur í íþróttinni
  • Geta skiptst á skoðunum við þjálfara um íþróttina og sjálfan sig sem íþróttamann
  • Hafi nægan andlegan styrk og skilning til að standa undir væntingum í íþróttinni
Hæfniviðmið Að þessum áfanga loknum á nemandi að geta:
  • Æft og spilað með meistaraflokki í íþróttinni
  • Kunni að sjá um sig sjálfur sem íþróttamaður í tæknilegri og líkamlegri uppbyggingu til þess að ná áfram árangri í íþróttinni
  • Sé búinn að tileinka sér þann aga og lífsstíl sem þarf til að ná árangri í íþróttinni og sé góð fyrirmynd fyrir aðra íþróttamenn í greininni
Námsmat Símatsáfangi og verkefnaskil