FRUM2AU03

Fjölbrautaskóli Suðurlands

Haustönn 2016

FRUM2AU03

Frumkvöðlafræði - Nordplus

                                                                                                                        

Kennari: Ýmsir Sk.st.  

Áfangalýsing:  

Frumkvöðlafræði er hugsuð sem þriggja anna samhangandi ferli. Nemendur einblína á þann auð sem er í nærumhverfinu og eiga að reyna að finna nýjan vinkil á stofnun fyrirtækis með sjálfbærni og vöxt sem markmið. Nemendur þurfa að huga að öllum hliðum fyrirtækjargerðar, allt frá hugmynd og viðskiptaáætlun til markaðssetningar, markhóps og framkvæmdar.

Nemendur sem eru í áfanganum taka mögulega þátt í samvinnuverkefni við önnur Norðurlönd um nýsköpun.

Meginmarkmið er að nemendur læri um ferlið að hrinda hugmynd í framkvæmd og forðast þau mistök sem frumkvöðlum verða oft á, læra að þekkja markaðstækifæri og mögulega ónýtt tækifæri í nær umhverfi okkar og koma með hugmyndir um nýtingu og verðmætasköpun út með sjálfbærni í huga, aukna færni í mannlegum samskiptum og að vinna út frá auðnum í umhverfinu. Áfanginn snýst um frumkvöðlafræði, viðskiptafræði, markaðssetningu, læsi á umhverfi, skilning á sjálfbærni og tengslamyndun.

Undanfari: Enginn

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

Viðfangsefnum og hugtökum frumkvöðlafræðinnar sem tengjast námsefninu, t.d.

  • þróun viðskiptahugmyndar,
  • áætlanagerð og verkefnastjórnun,
  • skapandi hugsun,
  • markaðssetning og tíðarandagreining,
  • stjórnun og leiðtogaþættir,
  • gerð viðskiptaáætlunar,
  • sjálfbærni.

Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita algengustu hugtökum frumkvöðlafræðinnar á skýran og skilmerkilegan hátt,
  • afla fjölbreyttra gagna,
  • vinna sjálfstætt og gagnrýnið með efni áfangans,
  • lesa og skilja umfjöllun um frumkvöðlafræði, markaðsfræði og nýsköpun,
  • geta beitt öguðum vinnubrögðum, tekið ábyrgð á eigin námi og unnið í samvinnu við aðra,
  • tjá sig í ræðu og riti um samfélagsleg og markaðstengd málefni.

Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti,
  • geta tekið þátt í umræðum um málefni áfangans og myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun og öflun gagna,
  • afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér þær,
  • geti hagnýtt Netið til að afla sér þekkingar, markaðstækifæra og tengsla,
  • tjá sig skipulega og gagnrýnið um samfélagsleg álitamál, frumkvöðlatækifæri og sjálfbærni,
  • geta áttað sig á og nýtt sér ferlið við gerð viðskiptaáætlunar og nýtingu markaðstækifæra.