FÉLA3MÞ05

Titill

Mannfræði og þróun

Námsgrein Félagsfræði
Viðfangsefni Mannfræði og þróun
Skammstöfun FÉLA3MÞ05
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Fyrri hluti áfangans beinist menningar og líkamsmannfræði og nemendur kynnast rannsóknaraðferðum og helstu umfjöllunarefnum mannfræðinga. Nemendur fá innsýn í prímatafræði, fornmannfræði, erfðamannfræði og réttarmannfræði. Seinni hluti áfangans beinist að félagsfræði þróunarlanda og samanburði við vesturlönd. Nemendur kynnast kenningum er tengjast tvískiptingu heimsins og þróunareinkennum mismunandi landa.
Forkröfur FÉLA2KR05
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilning á:
  • rannsóknum erlendra og íslenskra mannfræðinga,
  • hugtökum mannfræðinnar,
  • nokkrum fjarlægum og nálægum menningarheimum,
  • hugtökunum þróunarlönd, vanþróuð lönd, þriðji heimurinn og suðrið,
  • breytingum sem hafa orðið á stöðu þróunarlanda síðustu ár og áratugi út frá kenningum,
  • mismunandi tegundum og áhrifum þróunaraðstoðar,
  • margbreytileika samfélaga heims og fólksfjölgun.
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Leggja gagnrýnið mat á þróunarhugtakið,
  • beita aðferðarfræði mannfræðinga,
  • skoða samfélög í gegnum kenningargleraugu mannfræðinnar,
  • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi,
  • nýta fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli,
  • miðla skýrt og skilmerkilega fræðilegu efni í ræðu og riti,
  • leggja mat á kenningar og hugmyndir er snúa að orsökum vanþróunar og fólksfjölgunar,
  • lýsa þróun mannsins og samfélaga út frá kenningum.
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Vinna úr rannsóknargögnum og leggja á þau mat,
  • sýna frumkvæði í vinnu og verkefnalausnum,
  • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt,
  • vera meðvitaður um mismunandi aðstæður fólks og möguleika til að bregðast við því.
Námsmat Símat.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd