FÉLA3FL03

Titill Flóttamenn
Námsgrein Félagsfræði
Viðfangsefni Flóttamenn-alþjóðlegt samstarf
Skammstöfun FÉLA3FL03
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 3
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Viðfangsefnið er orsakir flóttamannastraumsins til Evrópu og afleiðingar.  Stefnt er að því að' kynnast  að eigin raun stöðu flóttamanna, bæði á Íslandi og í nágrannalöndunum.  
Að hluta verður áfanginn tengdur alþjóðlegu verkefni í samstarfi við nokkra skóla í Grikklandi, Ítalíu,  Tékklandi,  Þýskalandi og Lettlandi.  Í verkefninu er stefnt að aðstoð við flóttamenn,  búnar til leiðbeiningar fyrir þá til að aðlagast betur með sérstaka áherslu á börnin.  Einnig á að kanna hug heimamanna til flóttamanna og reyna að upplýsa
Forkröfur Hafa lokið FÉLA2FL05
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilning á:
  • orsökum flóttamannastraums til Evrópu
  • fjölda flóttamanna í heiminum og helstu viðtökulönd
  • skoðunum ólíkra hópa á vesturlöndum til flóttamanna
  • þeim vanda sem flóttamannastraumurin skapar í Evrópu
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að vinna greina heiðarlegar fréttir af netinu frá áróðri
  • að vinna stafrænt upplýsingaefni fyrir flóttamenn á íslensku og arabísku
  • að vinna námsefni og  litabækur fyrir börn flóttamanna
  • að eiga samskipti við nemendur í öðrum löndum á samskiptavefum og að einhverju leiti í gegnum heimsóknir til annarra landa.
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Setja sig í spor flóttamanna og skilja aðstæður þeirra
  • ræða stöðu flóttamanna við aðra af þekkingu og skilningi
  • aðstoða flóttamenn sem koma til Selfoss við að aðlagast
  • vinna upplýsinga- og afþreyingarefni fyrir börn flóttamanna sem koma til Íslands
  • eiga samskipti við nemendur í öðrum löndum
Námsmat Símat.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd