FÉLA2FL05

Titill Flóttamenn
Námsgrein Félagsfræði
Viðfangsefni Flóttamenn-orsakir og afleiðingar
Skammstöfun FÉLA2FL05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Viðfangsefnið er sögulegar og félagslegar orsakir flóttamannastraumsins til Evrópu.  Skoðuð saga flóttamanna sem hafa komið til Evrópu og leið þeirra frá heimalandinu rannsökuð.
Að hluta verður áfanginn tengdur alþjóðlegu verkefni í samstarfi við nokkra skóla í Grikklandi, Ítalíu,  Tékklandi,  Þýskalandi og Lettlandi.  Í verkefninu er stefnt að aðstoð við flóttamenn,  búnar til leiðbeiningar fyrir þá til að aðlagast betur með sérstaka áherslu á börnin.  Einnig á að kanna hug heimamanna til flóttamanna og reyna að upplýsa
Forkröfur Engar
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilning á:
  • orsökum flóttamannastraums til Evrópu
  • uppruna flóttamanna
  • leið flóttamanna til Evrópu
  • tölulegum upplýsingum um flóttamenn og ferðir þeirra
  • þeim hættum sem hafa mætt þeim á leiðinni
  • þeim vanda sem flóttamannastraumurin skapar í Evrópu
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að vinna með upplýsingar af netinu um flóttamenn
  • að vinna stafrænt upplýsingaefni fyrir flóttamenn á íslensku og arabísku
  • að vinna teikningar og litabækur fyrir börn flóttamanna
  • að skrifa niður sögur flóttamanna og birta á sýningu í skólanum eða öðrum stöðum
  • að eiga samskipti við nemendur í öðrum löndum á samskiptavefum.
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Setja sig í spor flóttamanna og skilja aðstæður þeirra
  • ræða stöðu flóttamanna við aðra af þekkingu og skilningi
  • aðstoða flóttamenn sem koma til Selfoss við að aðlagast
  • vinna upplýsinga- og afþreyingarefni fyrir börn flóttamanna sem koma til Íslands
  • eiga samskipti við nemendur í öðrum löndum
Námsmat Símat.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd