EXCE2GF05

Titill Excel notkun
Námsgrein Excel
Viðfangsefni Notkunarmöguleikar Excel-Gagnagreining og tilbúin föll(function)
Skammstöfun EXCE2GF05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum eru notkunarmöguleikar Excel-töflureiknis skoðaðir.  Góð kunnátta í Excel veitir nemendum forskot á vinnumarkaði og áframhaldandi námi. Lögð er áhersla á almennna gagnavinnslu, tilbúin föll(function) og hvernig Excel nýtist í nútímastörfum og námi.  Forritunarmöguleikar í excel verða skoðaðir og Pivot töflur.  Áfanginn er mjög verkefnamiðaður þar sem nemendur fást við raunveruleg vandamál og þjálfast í finna eigin leiðir að lausnum.

Mælst er til að nemendur hafi eigin tölvu í náminu með Excel.

Forkröfur Engar, en gert er ráð fyrir ágætri almennri tölvufærni.  Æskilegt er að nemendur hafi lokið TÖLN1GR05 en það er þó ekki skylda.
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

-helstu notkunarmöguleikum Excel töflureiknis

-tilbúnum föllum(Function) í Excel

-töflugerð í Excel

-flokkun gagna

-útlitsbreytingum taflna í Excel

-notkunarmöguleikum Macro í excel (upptaka aðgerða)

-Forritunarmöguleikum í Excel

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

-breyta skjölum m.v. ákveðnar útlitskröfur

-flokka gögn

-láta Excel flokka gögn sjálfvirkt eftir fyrirfram gefinni forskrift

-nota tilbúinn föll(function) við mismunandi verkefni

-nota Macro til að flýta fyrir endurteknum aðgerðum

-búa til töflur og breyta þeim á ýmsan hátt

-sækja upplýsingar í gagnasöfn með hjálp tilbúinna falla

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

-nota Excel á skapandi hátt við mismunandi verkefni

-sýna sjálfstæði í vinnubrögðum

-sjá notkunarmöguleika excel við utanumhald og meðferð gagna í daglegu lífi

Námsmat Símat sem byggir bæði hópverkefnum, einstaklingsverkefnum og prófum.
Útgáfunúmer  
Skólar FSu
Fyrirmynd