ERGO1BB05

Titill

ERGÓ

Námsgrein

ERGÓ, sjálfbærni.

Viðfangsefni

Umhverfismál, sjálfbærni, samvinna, vinnubrögð.

Skammstöfun

ERGÓ1BB05

Staða

 

Þrep

1

Einingafjöldi

5

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

 

Lýsing

Fjallað verður um umhverfismál og sjálfbærni, meðal annars út frá umhverfisvernd, mannréttindum, heilbrigði og félagslegri velferð. Nemendur vinna ýmiss konar verkefni þar sem þeir kynna sér umhverfisvandamál og leitast við að finna lausnir á þeim. Allmörg verkefni eru flutt eða kynnt með öðrum hætti.

   Sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunar í aðalnámskrá. Má segja að undir hann falli hinir grunnþættirnir: lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð, sköpun, og læsi. Áfanginn miðar að því að koma inn á alla þessa þætti út frá sjálfbærni í víðum skilningi.

Forkröfur

Engar (skylduáfangi á 1. ári)

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • hringrásum náttúrunnar, mikilvægi þeirra og hættum sem að þeim steðja.
  • hugtökunum burðargeta (e. carrying capacity) og sjálfbærni (e. sustainability) og hvernig þessi hugtök tengjast nýtingu náttúruauðlinda og fólksfjölgun.
  • helstu umhverfismerkingum og þýðingu þeirra.
  • tengslum milli umhverfis, hegðunar neytenda og mannréttinda.
  • gróðurhúsaáhrifum, orsökum þeirra, afleiðingum, hvar ábyrgðin liggur og mögulegum lausnum.
  • fjölbreyttum leiðum einstaklingsins til vistvænna lifnaðarhátta.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • velja vistvæna kosti umfram síður vistvæna, meðal annars með því að nýta umhverfismerkingar á vörum.
  • flokka, endurnýta og endurvinna til að minnka umhverfisáhrif.
  • meta áhrif daglegs lífs á umhverfið, meðal annars með því að nýta sér hugtakið vistspor (e. ecological footprint).
  • útskýra og beita hugtakinu sjálfbærni.
  • ræða og rökstyðja hvernig mannréttindi, hagkerfi og umhverfisvernd tengjast sjálfbærni.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt sér þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vera meðvitaður og gagnrýninn neytandi.
  • átta sig á áhrifum hvers einstaklings sem neytanda á umhverfi og samfélög.
  • taka þátt í nýsköpun sem leiðir til sjálfbærni.
  • minnka umhverfisáhrif sín með því að velja umherfisvænar vörur, draga úr sóun og endurnýta eða endurvinna það sem hægt er á skapandi hátt.
  • ræða og túlka á gagnrýninn hátt upplýsingar sem tengjast umhverfismálum.
  • vera virkur og ábyrgur þátttakandi í umræðu um umverfismál.

Námsmat

Verkefni stór og smá, kynningar, lokaverkefni. Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Einnig verður sjálfsmat og jafningjamat. Engin skrifleg lokapróf. 

Útgáfunúmer

 

Skólar

 

Fyrirmynd