ENSK3ÞD05

Titill Þema enska
Námsgrein enska
Viðfangsefni Þematengt – Gaman í drama
Skammstöfun ENSK3ÞD05
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Nemendur fá að kynnast ólíkum leikverkum frá mismunandi tímum enskrar bókmenntasögu og vinna fjölbreytt verkefni tengd lestri á leiktextum. Einnig kynna þeir sér leiklistarsögu.
Forkröfur ENSK2OR05
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • Menningarsögu og sögu leiklistar frá tímum forn-Grikkja til nútímans.
  • Orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni um leiklist.
  • Hefðum sem eiga við um talað og ritað mál í leiktextum.
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikini í:
  • Að skilja vel ólíka leiktexta
  • Að geta hlustað á talað mál í formi leikins efnis.
  • Lestri, sér til ánægju eða upplýsingar, texta sem gerir kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð
  • Notkun tungumálsins á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum
  • Að geta tjá sig af öryggi um margvísleg málefni, bæði almenn og persónuleg
  • Að beita ritmáli í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni tengd leiklist
  • Skilji sér til gangs þegar fjallað er um flókið efni
  • Átta sig á mismundandi málssniði og stíl í töluðu máli
  • Greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta, s.s. í bókmenntaverkum og öðrum textum
  • Geta lagt gagnrýnið mat á texta
  • Hagnýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýnan hátt
  • Beita málinu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
  • Geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, dregið fram aðalatriði of rökstutt mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og brugðist við fyrirspurnum
  • Geta lýst flóknum hlutum eða ferlum á fræðisviði leiklistar
  • Beita rithefðum sem við eiga í textasmíð, meðal annars um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag
  • Vinna úr ýmsum upplýsingaveitum og fella saman í eina heild samkvæmt þeim hefðum sem gilda um heimildavinnu
  • Skrifa gagnorðan, skilmerkilegan og vel uppbyggðan texta
  • Skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau vegin metin
  • Tjá tilfinningar, nota hugarflugið og beita stílbrögðum, t.d. myndmáli og líkingarmáli
Námsmat Fjölbreytt námsmat
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd