ENSK3ÞA05

Titill

Þema enska

Námsgrein Enska
Viðfangsefni Þematengt viðfangsefni
Skammstöfun ENSK3ÞA05
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Unnið er með þematengd verkefni úr bókmenntum, leikritum, sögu eða menningu enskumælandi þjóða. Þemað er ákveðið eftir áhugasviði kennara.
Forkröfur ENSK2OR05
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
  • stjórnmálum, fjölmiðlum og sögu í þeim löndum þar sem tungumálið er talað
  • menningu þjóða þar sem tungumálið er talað sem og eigin menningu
  • inntaki textanna sem unnið er með
  • hefðum sem eiga við um talað og ritað mál
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja vel sérhæfða texta á sviði sem hann þekkir
  • skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögnin er ekki sett skipulega fram
  • lesa, sér til ánægju eða upplýsingar, texta sem gerir kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð
  • nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum
  • tjá sig af öryggi um margvísleg málefni, bæði almenn og persónuleg
  • beita ritmáli í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem hann hefur þekkingu á
  • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni
  • átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli
  • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta, s.s. í bókmenntaverkum og öðrum textum
  • leggja gagnrýnið mat á texta
  • hagnýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýninn hátt
  • beita málinu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
  • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum
  • lýsa flóknum hlutum eða ferlum á fræðisviði sem hann þekkir vel
  • beita rithefðum sem við eiga í textasmíð, m. a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag
  • vinna efni úr ýmsum upplýsingaveitum og fella saman í eina heild samkvæmt þeim hefðum sem gilda um heimildavinnu
  • skrifa gagnorðan, skilmerkilegan og vel uppbyggðan texta
  • skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau vegin og metin
  • tjá tilfinningar, nota hugarflugið og beita stílbrögðum, t.d. myndmáli og líkingamáli
Námsmat Fjölbreytt námsmat.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd