ENSK2FO05

Titill Fótbolta-enska
Námsgrein enska
Viðfangsefni almenn enska með fótboltaívafi
Skammstöfun ENSK2FO05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Almennur valáfangi fyrir fótboltaáhugafólk þar sem öll vinna, verkefnaskil og próf tengjast knattspyrnu.
Forkröfur ENSK2OL05 / ENSK2HC05
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • Almennum og sérhæfðum orðaforða.
  • Notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins bæði munnlega og skriflega.
  • Knattspyrnu sem alþjóðlegu menningarfyrirbæri.
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Að lesa sér til skilnings óeinfaldaðan texta ætlaðan enskumælandi fólki.
  • Að skilja mállýskur og ensku með hreim.
  • Að tjá sig af öryggi í ræðu og riti um margvísleg málefni sem tengjast innihaldi áfangans.
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Starfa undir stjórn enskumælandi leiðbeinanda.
  • Lesa og hlusta á  fjölmiðla sér til gagns.
  • Nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni áfangans.
  • Átta sig á mismundandi málssniði og stíl í töluðu máli.
  • Leggja gagnrýnið mat á texta eða talað mál.
  • Lýsa flóknum hlutum eða ferlum á sviði sem hann þekkir vel.
  • Skrifa gagnorðan, skilmerkilegan og vel uppbyggðan texta.
  • Gangast undir þau agaviðmið sem tíðkast í hörðum heimi knattspyrnunnar.
Námsmat Munnleg og skrifleg verkefni og próf
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd