EFNA3CJ05

Titill

Efnaafnvægi

Námsgrein Efnafræði
Viðfangsefni Efnajafnvægi, ólífræn efnafræði, oxun-afoxun, sýru-basaefnahvörf, leysnijafnvægi
Skammstöfun EFNA3CJ05
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Viðfangsefni áfangans er jafnvægishugtakið. Jafnvægi í efnahvörfum er skoðað frá ýmsum hliðum en áhersla lögð á jafnvægi í þremur megingerðum efnahvarfa: sýru-basa hvörfum, oxunar-afoxunarhvörfum og fellingarhvörfum. Nemendur vinna sjálfstætt að framkvæmd og úrvinnslu verklegra æfinga er tengjast viðfangsefnum áfangans.
Forkröfur EFNA3BB5
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • jafnvægi í efnahvörfum
  • efnafræði sýra og basa og jafnvægi hjá daufum sýrum og bösum
  • efnafræði lausna, jafnalausnum, títrunum og leysnimargfeldi
  • sjálfgengni efnahvarfa, fríorku og tengslum hennar við jafnvægisfastann
  • rafefnafræði
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota jafnvægisfasta og jafnvægisstyrkja til útreikninga
  • beita útreikningum er tengjast sýrum og bösum
  • reikna út orkubreytingar í efnahvörfum og tengja þær við jafnvægisástand
  • setja upp, framkvæma og vinna úr verklegum æfingum á sjálfstæðan hátt
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sjá tengslin milli náttúrufræðigreina og geta yfirfært þekkingu og leikni á milli þeirra
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  • leggja rökstutt mat á áreiðanleika rannsóknarniðurstaðna, sinna eigin og annarra
  • taka þátt í rökræðum, mynda sér skoðanir og taka ákvarðanir er lúta að málefnum sem tengjast efnafræði
  • tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá hagnýtingargildi hennar við lausn flókinna verkefna
  • takast á við frekara nám í efnafræði
Námsmat Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd EFN 303