EÐLI3VB05

Titill Varma- og bylgjufræði
Námsgrein Eðlisfræði
Viðfangsefni Varma- og bylgjufræði
Skammstöfun EÐLI3VB05
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum er fjallað um gaslögmálið, varmafræði efna, gangfræði í tveimur víddum ásamt hringhreyfingu og sveiflu- og bylgjuhreyfingu. Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúlna. Eins og í fyrri áfanga er lögð áhersla á að nemandinn geri tilraunir þar sem hann kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun og noti tölvur við mælingar og úrvinnslu og kunni að skrifa skýrslu um tilraunir. Í áfangamarkmiðum eru tilgreind verkefni sem miðað er við að nemendur vinni í tengslum við efni áfangans.

Forkröfur EÐLI2GR05
Þekkingarviðmið Nemandi skal  hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
  • Hreyfingu og hröðun hluta í fleti.
  • Hringhreyfingu hluta.
  • Þyngdarlögmálinu og áhrif þess á hreyfingu reikistjarna.
  • Einfaldar sveiflu- og bylgjuhreyfingar.
  • Þrýstingi í vökva og gasi.
  • Varmafræði.
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Að reikna hreyfingu hluta í fleti, t.d. skáköst.
  • Að reikna miðsóknarhröðun hluta í hringhreyfingu.
  • Að reikna út varmaskipti.
  • Að reikna hreyfingu reikistjarna og gervihnatta.
  • Að reikna út þrýsting í vökva og gasi.
  • Að reikna einfaldar varmafræðijöfnur.
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.
  • Bera ábyrgð á eigin námsframvindu.
  • Vinna í hóp til þess að leysa raunveruleg vandamál með eðlisfræði.
Námsmat

Námsmat er byggt á fjölbreyttu mati: Verkefnavinna, krossapróf, skýrslur úr verklegum tilraunum og lokapróf.

Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd