EÐLI3NE05

Titill Nútíma eðlisfræði
Námsgrein Eðlisfræði
Viðfangsefni Nútíma eðlisfræði
Skammstöfun EÐLI3NE05
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum er gerð grein fyrir helstu atriðum almennu afstæðiskenningarinnar, skammtafræðin er kynnt, einnig efnisbylgjur og atóm- og kjarneðlisfræði. Miðað er við að nemandinn vinni ritgerð eða önnur viðameiri verkefni í tengslum við áfangann sem krefst, a.m.k. að hluta til, þýðinga úr erlendum fræðiritum um þrengri svið eðlisfræðinnar. Nemendur vinna sjálfstætt og í hópum og þjálfast í að koma hugmyndum sínum og niðurstöðum frá sér á nákvæman og greinargóðan hátt. Í áfangamarkmiðum eru tilgreind verkefni sem æskilegt er að nemendur vinni í tengslum við efni áfangans.

Forkröfur EÐLI2GR05
Þekkingarviðmið Nemandi skal  hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
  • Orðaforða á ensku tengdum efni áfangans.
  • Sérhæfðum lögmálum, viðfangasefnum og orðfæri til að taka þátt í almennri umræðu um málefni nútímaeðlisfræði.
  • Forsendum og niðurstöðum takmörkuðu afstæðiskenningarinnar.
  • Þróun skammtafræði og atómlíkana.
  • Uppbyggingu atóma og rafeindaskipan.
  • Útgeilsun atóma, ljósröfun, Comtonhrifum og leysiverkun.
  • Tvíeðli efnis (agnir og bylgjur).
  • Uppbyggingu kjarna og geislavirkni.
  • Öreindum og helstu kenningum um þær.
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Að nota markverða tölustafi og viðeigandi einingar ásamt því að hagnýta og yfirfæra leikni milli flóknari stærðfræði og eðlisfræði til úrlausnar verkefna.
  • Að setja fram og túlka myndir, gröf og töflur.
  • Að tjá skoðanir sínar og verkefni á skýran hátt og rökstyðja í fræðilegu samhengi.
  • Að leita sér heimilda um afmarkað efni/verkefni og nýta þær á viðeigandi hátt.
  • Að skipuleggja og framkvæma verklegar æfingar og útskýra niðurstöður út frá verklýsingu/tilraunaseðli.
  • Að vinna úr jöfnum takmörkuðu afstæðiskenningarinnar.
  • Að reikna stöðvunarspennu og lausnarorku ljósröfunar.
  • Að reikna bylgjulengd ljóss frá vetnisatómi.
  • Að reikna bindiorku kjarna.
  • Að reikna aldur út frá hrörnun geislavirkra kjarna.
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.
  • Bera ábyrgð á eigin námsframvindu.
  • Vinna í hóp til þess að leysa raunveruleg vandamál með eðlisfræði.
Námsmat

Námsmat er byggt á fjölbreyttu mati: Verkefnavinna, krossapróf, skýrslur úr verklegum tilraunum, lotupróf og lokaverkefni.

Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd