EÐLI2GR05

 

Titill

Almenn eðlisfræði

Námsgrein Eðlisfræði
Viðfangsefni Lögmál Newtons og aflfræði
Skammstöfun EÐLI2GR05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum er lagður grunnur að aflfræði með hreyfilögmálum Newtons, skriðþunga, varðveislu orkunnar og fleira sem tilheyrir sígildu eðlisfræði. Einnig er lögð áhersla á mælieiningum og nákvæmni þeirra og hvernig skal túlka útreikninga.

Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúlna. Auk styttri verkefna er lögð áhersla á að nemandinn kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun með tilraunum, kynnist nútímatækni við skráningu og úrvinnslu, höndli rannsóknargögn og kunni að skrifa skýrslur um tilraunir. Gert er ráð fyrir að a.m.k. 1/6 af kennslutíma nemenda sé nýttur undir verklegar æfingar í smærri námshópum.

Dæmi um verklegar æfingar: 2. lögmál Newtons,  vinna og orka, lögmál Arkimedesar, mæling brotstuðuls, brennivídd og linsur, mæling á kraftstuðul gorms.

Forkröfur STÆR2AF05
Þekkingarviðmið Nemandi skal  hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
  • SI-kerfinu og SI-einingum stærða sem unnið er með.
  • Helstu hugtökum sem notuð eru í hreyfifræði, aflfræði og ljósgeislafræði.
  • Einföldum kraftmyndum, í skáplani og í láréttu plani.
  • Hreyfilögmálum Newtons.
  • Vélrænni orku og heildarorku, ásamt varðveislu þeirra.
  • Uppdrifi og lögmáli Arkímedesar.
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Að meðhöndla vigur- og stigsstærðir í eðlisfræði og beita vísindalegum vinnubrögðum.
  • Að beita lögmálum og jöfnum við að leysa verkefni af ýmsu tagi.
  • Að leiða út með rökrænum hætti jöfnu fyrir samband stærða út frá gefnum forsendum.
  • Að framkvæma verklegar æfingar og vinna úr mæliniðurstöðum þeirra, m.a. með uppsetningu línurita.
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Sýna sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Nota námsefni og gögn á markvissan hátt.
  • Yfirfæra þekkingu úr öðrum greinum til að auðvelda námið, einkum úr stærðfræði.
  • Meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar.
  • Tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar.
Námsmat

Námsmat er byggt á fjölbreyttu mati: Verkefnavinna, krossapróf, skýrslur úr verklegum tilraunum og lokapróf.

Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd