DANS3KD05

Titill Kvikmyndir í Danmörk
Námsgrein Danska
Viðfangsefni Tal, hlustun, ritun, orðaforði og lestur
Skammstöfun DAN3KD05
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að efla hjá nemandanum alla þætti tungumálsins, að efla sjálfsöryggi hans og tjáningu á eigin hugsunum, svo og sjálfstæði hans og vinnubrögð.

Tal: Áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í að tala saman um kunnuglegt námsefni áfangans, að svara fyrirspurnum og færa rök fyrir skoðunum sínum á efni sem unnið er með t.d. dönskum kvikmyndum.

Hlustun: Nemendur vinna með ýmiss konar hlustunarverkefni sem tengjast námsefni áfangans t.d. kvikmyndir.

Ritun: Nemendur vinna með nokkrar textagerðir hvort heldur sem er um að ræða skapandi skrif eða stýrð verkefni eins t.d endursagnir, gagnrýni og frásagnir.

Orðaforði: Nemendur vinna með orðaforða í tengslum við námsefni sem unnið er með hverju sinni.

Lestur: Nemendur lesa ýmiss konar texta af neti sem tengjast námsefni afangans.

Forkröfur DANS2ME05
Þekkingarviðmið

Nemandi skal  hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • helstu málvenjum í dönsku ritmáli
  • danskri kvikmyndagerð
  • völdum bókmenntatextum jafnt sem rauntextum
  • orðaforða sem tengist námsefninu
  • helstu atriðum og þemum í dönskum kvikmyndum
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita rökum og gagnrýninni hugsun þar sem skoðanir hans koma fram á skýran hátt
  • skilja þegar töluð er danska með mismunandi hreim og skilja algengustu orðasambönd
  • nýta málfræðilegar upplýsingar til að efla eigin málfærni og beita málfari við hæfi
  • beita mismunandi lestrar- og hlustunaraðferðum
  • tjá sig skýrt um námsefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið kynningu á
  • skrifa margs konar formlega og óformlega texta á sjálfstæðan hátt
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið
  • skilja flókið efni, ef hann þekkir vel til þess
  • styrkja eigin málfærni, t.d. með því að nýta málfræðilegar upplýsingar
  • taka þátt í umræðum, færa rök fyrir máli sínu, tjá afstöðu sína og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
  • lesa á milli línanna, átta sig á dýpri merkingu textans
  • leysa ýmis mál sem upp geta komið í samskiptum við aðra t.d. að taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sinu og svara mótbárum/gagnrýni munnlega og skriflega
Námsmat Símat og leiðsagnarmat sem byggir á fjölbreyttu námsmati í tengslum við verkefnavinnu og þemavinnu, einnig jafningjamati, smærri prófum og könnunum. Matið tekur til allra færniþátta, þ.e. hlustunar, tals, ritunar og lesturs.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd