BRID1BY03

 

Titill Bridds byrjendaáfangi
Námsgrein Bridds
Viðfangsefni Grunnatriði í bridds
Skammstöfun BRID1BY03
Staða  
Þrep 1
Einingafjöldi 4
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum læra nemendur undirstöðuatriðin í bridds (bridge). Áherslan er lögð á gang spilsins, þ.e. spilamennskuna sjálfa, en þó verða kenndir grunnþættir sagntækninnar. Stuðst verður við bandaríska sagnkerfið Standard. Helstu hugtök verða kynnt og munu nemendur temja sér notkun þeirra. Mismunandi keppnisform kynnt til sögunnar og útreikningur tengdur þeim

Forkröfur Engar
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
  • sagnkerfum og hlutverkum þeirra í bridds
  • gangi spilsins
  • hvernig samningum er náð
  • hvernig úrslit eru reiknuð í bridds
  • hugtökum sem tengjast bridge og notkun þeirra
  • mismunandi keppnisformum í bridge
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
  • telja punkta og taka mið af punktafjölda andstæðinga miðað við sagnir þeirra
  • velja lokasögn út frá punktafjölda samherja
  • að nota sagnkerfið Standart til að safna upplýsingum um spil samherja
  • velja skynsamlega spilaaðferði út frá gefnum forsendum
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu

þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér

til að:

  • setjast við borð með 3 öðrum og spila bridds sér til gamans
  • skilja grundvallaratriði bridge og nýta þann skilning til að þróa sig áfram.
Námsmat Fjölbreytt námsmat
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd