BÓKF2BB05

Titill Bókfærsla
Námsgrein Bókfærsla
Viðfangsefni Bókfærsla
Skammstöfun BÓKF2BB05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla BB
Lýsing Nemendur sem hefja nám í þessum áfanga eiga að hafa fullt vald á bókhaldshringrásinni, geta hafið bókhald og lokað því samkvæmt reglum tvíhliða bókhalds. Í þessum áfanga er fyrri kunnátta dýpkuð verulega með erfiðari færslum. Farið er yfir bókun á helstu reikningum fyrirtækja, notkun fyrningareikninga við afskriftir eigna, bókun verðbréfa, hlutabréfa, skuldabréfa og annarra skuldaviðurkenninga og notkun affallareiknings. Einnig er farið yfir bókanir sem varða innflutning, tollafgreiðslu, greiðslu virðisaukaskatts í tolli, kostnað og fyrirkomulag við geymslu á vörum í tollvörugeymslu. Uppgjörsfærslum er haldið áfram, bæði í gegnum aðalbók og reikningsjöfnuð. Farið er yfir bókanir í sambandi við stofnun og slit fyrirtækja, breytingar á réttarformi, samruna og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja.
Forkröfur BÓKF1BA05
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér dýpri skilnings á:

-Hugtökum tvíhliða bókhalds

-Helstu reglum tvíhliða bókhalds

-Helstu reikningum í fjárhagsbókhaldi

-Helstu lögum um bókhald og virðisaukaskatts

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni til að:

-Gera skil á færslum vegna innflutnings á vöru, helstu innflutningsskjölum, tollaafgreiðslu, greiðslu virðisaukaskatts í tolli, gengisbreytingum og kostnaði og fyrirkomulagi við geymslu á vöru í tollvörugeymslu

-Reikna og bóka verðbætur, vexti og afborganir af verðtryggðum skuldabréfum

-Bóka færslur sem tengdar eru hlutabréfaeign, arður, gengisbreytingar, jöfnunarhlutabréf og svo framvegis

-Meðhöndla mismunandi virðisaukaskatt í bókhaldi

-Gera skila á staðgreiðsluskatti, framlag í lífeyrissjóð og tryggingagjaldi

-Færa viðskiptamannabókhald

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu sem hann hefur aflað sér til að:

-Bóka færslur sem varða stofnun og slit fyrirtækja

-Vinna með viðskiptamannabókhald, sérstaklega með tilliti til innheimtu og afskrifta á viðskiptaskuldum

-Þekkja skilmála Fob og Cif

-Bóka færslur sem varða breytingu á réttarformi fyrirtækja, samruna og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra.

Námsmat  
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd