Söngur og umhverfismál á gulum Regnbogadegi

Í dag var gulur regnbogadagur og í skólann komu fulltrúar ungra umhverfissinna til að kynna samtökin. Einnig mættu þær Kolbrún Lilja Guðnadóttir og Karítas Harpa Davíðsdóttir og sungu nokkur lög fyrir nemendur og starfsfólk. Kolbrún og Karítas eru fyrrum nemendur við FSu. Góð stemning á gulum degi.