Bjarki er dúx FSu á haustönn 2016

Bjarki, dúx skólans, flutti framsamið verk á brautskráningunni.
Bjarki, dúx skólans, flutti framsamið verk á brautskráningunni.

Bjarki Bragason er dúx FSu á haustönn 2016. 60 nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Suðurlands laugardaginn 17. Desember, þar af voru 56 nemendur sem luku stúdentsprófi.

4 nemendur luku prófi af öðrum brautum, 3 af starfsbraut og einn af listnámsbraut fyrri hluta.

Skipting á stúdentsbrautir og línur er eftirfarandi:

35 nemendur luku námi af opinni stúdentsbraut

7 af náttúrufræðilínu

5 luku námi af félagsfræðilínu stúdentsbrautar

4 af viðskipta og hagfræðilínu

2 af íþróttalínu

1 lauk námi af hestalínu

1 lauk stúdentsprófi af listalínu

1 lauk námi stúdentsbraut – starfsnámi eftir að hafa lokið húsasmíðabraut

 

Bjarki Bragason, Sigurður Smári Davíðsson og Sigurður Andri Jóhannesson hlutu viðurkenningar frá Hollvarðasamtökum FSu. Bjarki hlaut að auki viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í dönsku, frönsku, spænsku og íslensku. Sigurður Smári Davíðsson hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í íslensku og stærðfræði. Sigurður Andri Jóhannesson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði og raunvísindagreinum. Þóra Jónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í ensku og einnig viðurkennngu fyrir framlag sitt til félagslífs og sem yfirmentor. Hugrún Hjálmsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í myndlist. Kristinn Sölvi Sigurgeirsson hlaut viðurkenningu fyrir vel unnin störf að félagsmálum.

Á myndinni er Bjarki Bragason, dúx Fsu, en hann flutti frumsamið verk á píanó á brautskráningunni.

Fleiri myndir frá brautskráningu má finna á fésbókarsíðu skólans.