Af jöklaferð

25. apríl s.l. gengu nokkrir vaskir nemendur, ásamt kennurum á Eyjafjallajökul.  Dagurinn var tekinn snemma og keyrt austur að Seljavallalaug þar sem gangan hófst.  Förinni var heitið upp á topp jökulsins sem er í 1666m hæð.  Í byrjun var veðrið mjög gott, hiti í lofti, sól og logn.  Þegar líða tók á daginn fór veðrið því miður versnandi.  Fyrst þykknaði upp svo að skyggni varð ekkert, svo fór að blása og að lokum bættis úrkoma við.  Þegar hér var komið við sögu voru flestir komnir í öll fötin sín, með brodda á fótunum og ísexi í höndunum.  Að sjálfsögðu gengu menn tengdir saman í línu eins og vera ber á jökli.  Þegar hópurinn var kominn í 1320m hæð tóku fararstjórar þá ákvörðun að snúa við.  Jökullinn varð því ekki sigraður í þetta sinn.  Í svona ferðum er betra að snúa við frekar en að tefla á tvær hættur.  Fleiri myndir úr ferðinni má finna á fésbókarsíðu skólans.